Sunday, April 7, 2013

Dagur #5


Ég var staðráðin í að láta þennan dag verða góðan og var einbeitt í því að "klúðra" honum ekki.
Hreyfingin er ekki komin nógu vel inn, en ég er að vinna í því.
Núna er ég að vandræðast með CV mitt, fann loksins auglýst starf sem ég ætla að sækja um.  Vonandi fer það vel, þó mig langi til að eiga gott sumarfrí.
  • Hádegismatur:  beikon, 1 steikt egg, 1 harðsoðið egg, cammenbert, reyktur silungur
Laumaðist smá í suðusúkkulaði, það hreinlega kallaði á mig.
  • Kvöldmatur:  Smjörsteikt lúða sem var velt upp úr rúgmjöli, brokkolí, iceberg, agúrka, spínat, klettasalat, fetaostur, holandersósa - pakka.  Sjúklega gott.
Þá fer ný vika að hefjast og hún verður tekin með trukki.

No comments:

Post a Comment

Note: Only a member of this blog may post a comment.