Thursday, April 4, 2013

Dagur #2

Það var engin hreyfing í dag og ég er dálítið fúl út í sjálfa mig vegna þess.  Þetta er ekkert nema pjúra leti, þar sem ég hef allan daginn til að koma mér í ræktina.

Fyrir utan hreyfingarleysið, þá er ég sátt við daginn.  Ég er samt ennþá með þessa leiðindar tilfinningu í hálsinum og maganum að ég "megi ekki" borða hitt og þetta, en það hverfur vonandi á næstu dögum.
  • Morgunmatur:  Smá hreint skyr með Torani sugar free caramel
  • Snemmbúinn hádegismatur:  2 steikt egg og beikon
  • Síðdegishressing:  2 ostarúnstykki úr "Lág kolvetna lífstíllinn" bókinni, með Gotta osti og agúrku.  Blómkál.
Það var bölvuð græðgi hjá mér að fá mér 2 rúnstykki, engin þörf á því seinna
Þetta eru mjög góð rúnstykki, en ég bætti aðeins við uppskriftina, setti meira af möndlumjöli og aðeins af kókosmjöli.
  • Kvöldmatur:  Fylltar paprikur, salat, fetaostur.
Fylltar paprikur

  • Nautahakk, steikt á pönnu
  • Laukur, steiktur á pönnu
  • Sveppir, steiktir á pönnu
  • Hvítlaukur, steiktur á pönnu
  • Chilli krydd
  • Salt
  • Pipar
  • Kotasæla
  • Jalapenjo ostur
  • Kotasæla
  • Rauðar paprikur
  • Mossarella ostakúla
  • Gotta ostur
Nautahakk steikt á pönnu, kryddað með salti, pipar og chillidufti.  Sett til hliðar þegar tilbúið
Laukur, sveppir og hvítlaukur steikt á pönnu.  Sett saman við hakkið þegar tilbúið.
Kotasælu bætt við, ca 4 msk.
Jalapenjo ostur skorinn í bita og bætt úti.
Öllu hrært saman.
Paprikan þverskorin og kjarnhreinsuð.  Hún sett í eldfast mót.
Paprikan fyllt, mossarella ostasneið sett ofan á og Gotta ostur settur ofan á.
Bakað í ofni í ca 30 mín við 180°C blástur.

Borið fram með spínati, klettasalati, iceberg, agúrku, vorlauk og fetaosti.
Þetta voru 5 paprikur.  Næst ætla ég að fækka um 1 papriku til að hafa meira kjöt í hverri.

Þetta finnst mér sjúklega gott og kallinn var sáttur.
Þessi matur hentaði ekki heimasætunni, því hún borðar hvorki papriku né hakk, þannig að hún fékk afganginn frá því í gær - silung og kúskús með fetaosti.


No comments:

Post a Comment

Note: Only a member of this blog may post a comment.