Monday, May 6, 2013

Hausverkur

Hausinn á mér er að springa í dag, er farin að halda að ég sé með hina alræmdu ketoflu.  Samt skrýtið þar sem ég hélt ég væri að borða næga fitu.  Vigtin er aftur farin að hreyfast örlítið: margt smátt gerir eitt stórt!
Kallinn er amk ánægður þessa dagana, hann er farinn að léttast.  Vandamálið er að hann fer á sjóinn ekki á morgun heldur hinn og þá verður erfiðara fyrir hann að vera á þessu mataræði, en hann ætlar amk að reyna að sleppa eins mikið af kolvetnum og hann getur.  Hann vill samt meina að það séu ekkert nema kolvetni í boði um borð, endalaust brauð, bakkelsi, grjón, pasta, kartöflur oþh.  Ég sagði í gríni við hann að hann yrði að taka með sér beikon og elda sjálfur - það myndi gleðja kokkinn - NOT.

Ég þarf amk að bæta við fitu og vona að hausverkurinn lagist.

Saturday, May 4, 2013

jamm

Vá hvað ég er ekki duglega að skrifa.  Hef oft verið með góðan ásetning að vera duglega að skrifa, en svo verður ekkert úr því.
Ég hef verið nokkuð góð hvað mataræði varðar, svindla smá, en ekkert stórt.
Kallinn keypti reyndar ketostix í gær og við prófuðum, hann kemur betur út en ég, sem er ekkert skrýtið þar sem ég fékk mér smá rúsínur í gær (hóst).
Svo fer kallinn að fara aftur á sjóinn, þá verður fróðlegt hvernig fer fyrir mér, dett ég í það eða næ ég að halda ótrauð áfram.

Sunday, April 28, 2013

Sukkettí sukkettí sukk

Vá hvað ég sukkaði mikið í gær.
Fékk mér kökusneið um morgunin á kostningarskrifstofu = hausverkur nokkrum klst seinna.
Fór í afmæli og borðaði kökur.
Fékk mér franskar um kvöldið.

Þetta var svo sem "í lagi" þar sem ég var búin að ákveða að gera þetta.  Núna verður bara haldið áfram í því sem var verið að gera og það er ekki útlit fyrir að það komi einhverjir sukk dagar á næstunni.

En það sem hlaust af þessu er magaverkur, hausverkur og þaninn kviður.

Sunday, April 21, 2013

Dagur #?

Svindlaði smá í gær.  Gerði mér rækjusalat og átti svo ekkert brauð, þannig að ég fékk mér samlokubrauð.
Annars er ég lítið að svindla, stel kannski einum nammi mola frá dótturinni, annað ekki.

Mér líður þokkalega, nema kannski í dag, er kalt og illt í skrokknum, ekki að meika það.  Sleppti meira að segja ræktinni í dag.

Næsta vika verður tekin með trompi.

Tuesday, April 16, 2013

Dagur #14

Þetta er að ganga bara ágætlega hjá mér.  Það varð smá bakslag í gær og ég fann nammi sem ég varð að borða, var bara í þannig skapi.  Svo drakk ég 2 l af Max, eitthvað sem ég hef ekki gert í mjög langan tíma.
Ég held reyndar að ég sé ekki að borða nógu mikið, mig er farið að svima þegar ég stend snögglega upp, en það hefur ekki gerst í mjög langan tíma hjá mér.
Ég fer á LKL fund á eftir, það verður fróðlegt að heyra hvernig er að ganga hjá öðrum.
Vigtin er aðeins farin niður, sem er stór plús og ég er ekki frá því að það séu einhverjir cm að fara líka.

Ég ætla amk að gefa þessu sjéns áfram.


Thursday, April 11, 2013

Dagur #8

Fór í ræktina.  Fæturnir á mér eru eitthvað að stríða mér, gat td ekki eins mikla þyngd og síðast í fótatækjunum.  Fór svo í heita pottinn og það var yndislegt að liggja í honum í sólbaði.

  • Morgunhressing:  100 g skyr, sætuefni
  • morgunmatur:  2 hrærð egg, beikon, reiktur lax, rjómaostur.
Ég er eitthvað skrýtin í húðinni á höndunum.  Handarbak hægri handar er rosalega þurrt.  Ég fór að spá í hvort ég sé ekki að borða næga fitu, þarf að skoða það.

  • Síðdegishressing:  Cammenbert ostur, harðfiskur
  • Kvöldmatur:  fór í saumaklúbb og borðaði það sem var á boðstólnum, en það var EKKI LKL vænt.
Það var yndislegt að hitta stelpurnar, við erum alltof óduglegar í að hittast.

Wednesday, April 10, 2013

Dagur #7

Nennti ekki í ræktina, er eitthvað hálf aum í fótunum sem ég skil ekki.

  • Morgunmatur:  2 egg, beikon
  • Síðdegiskaffi:  ostabitar, meiri ostur og ennþá meiri ostur.  Nokkrar döðlur (sem ég hefði átt að sleppa)
  • Kvöldmatur - mjög seint:  silungur, salat, ostur, fetaostur, brokkolí
Fór á fyrirlestur um LKL og fannst hann mjög áhugaverður.  Þetta eru dálítil trúarbrögð, en ég er alveg tilbúin að fylgja þeim eitthvað.