Saturday, April 6, 2013

Dagur #4

Vá hvað þessi dagur er ekki að gera sig.
Hann byrjaði reyndar vel, fór á vinnustofu í gleri, eitthvað sem ég hef ekki gert í alltof langan tíma.  Það var svo gaman að ég skráði mig á vinnustofu næst laugardag.  Núna þarf ég bara að láta hugmyndirnar koma.


  • Morgunmatur:  100 g hreint skyr, sætuefni
  • Hádegismatur:  2 ostarúnstykki, rækjusalat
  • Síðdegi:  Langar eiginlega ekki að skrifa þetta - Ostasnakk, venjulegt snakk, lakkrís
  • Kvöldmatur:  Enginn.  Er ekki svöng fyrir fimm aura og með móral yfir græðginni í dag.
Verður þetta alltaf svona hjá mér þegar ég fer í heimsókn, að missa mig í óhollustunni.  Snakk og lakkrís eru mínir veikleikar og erfitt að láta það vera þegar það er fyrir framan mig.
Svo er ég að fara í saumaklúbb á miðvikudagskvöldið og ég er smeik um að ég eigi eftir að missa mig þar líka.  Vonandi verður námskeiðið sem ég er að fara á á þriðjudagskvöldið til að hjálpa mér eitthvað.
Já, ég skráði mig á LKL- lág kolvetnalífstíll 4 vikna námskeið hjá Gunnari.  Það fæ ég vonandi svör við ýmsu sem ég hef verið að pæla í.
 

No comments:

Post a Comment

Note: Only a member of this blog may post a comment.