Wednesday, April 3, 2013

Dagur #1

Þá er komið að því að prófa þetta blessaða LCHF mataræði.  Mér tókst meira að segja að sannfæra kallinn um að prófa þetta með mér.

Dagur #1 er að kvöldi komin og ég er ánægð með daginn, fyrir utan hreyfingarleysið.

  • Morgunmatur:  Smá hreint skyr með sykurlausu kaffi sætuefna sírópi.

Bakaði einnig oopsie brauð, en það kom ekki alveg nógu vel út, held það vanti lyftiefni í það.  Þrátt fyrir að útlitið hafi ekki verið eins og væntingarnar voru, þá var bragðið mjög gott.

  • Morgunhressing:  3 oopsie brauð með osti.
  • Hádegismatur:  2 steikt egg, 4 beikon sneiðar.  Skot af hveitigrasi, skot af rauðrófusafa.

Keypti 2 kg af forsteiktu frosnu beikoni hjá mági mínum - SNILLD.

  • Síðdegishressing:   2 oopsie brauð með osti, blómkál.
  • Kvöldmatur:  Ofnbakaður silungur, brokkolí klattar, smjörsteikt blómkál, klettasalat, spínat, iceberg, agúrka, vorlaukur, fetaostur.  NAMM.


Ég er alls ekki svöng, en ég er með þannig tilfinningu í hálsinum og maganum að mig langi í eitthvað og þá eitthvað sem ég "ekki má".  Ég er að vonast til að sú tilfinning hverfi, því hún er andstyggileg.

Þá er bara að koma hreyfingunni inn á morgun og halda áfram að borða skv LCHF.

No comments:

Post a Comment

Note: Only a member of this blog may post a comment.