Friday, April 5, 2013

Dagur #3

Er ótrúlega ánægð með mig í dag því ég fór í ræktina.  Ég gerði kannski eins mikið og ég hefði átt að gera, en eitthvað er betra en ekkert.
Ég ákvað líka að stíga á vigtina og hún kom á óvart.  Ég fór síðast á vigtina fyrir páska og hún hafði farið niður síðan þá.  Bara gaman.
  • Morgunhressing:  100g hreint skyr, sætuefni
  • Morgunmatur:  2 steik egg, beikon.  Grænt skot, rauðrófuskot
  • Hádegismatur:  Fyllt paprika, avokadó, salat, hvítlaukssósa - borðaði alltof mikið
  • Kvöldmatur:  Ostborgari í ostarúnstykki, smjörsteiktir sveppir í hvítlauk, salat, kokteilsósa (E Finnsson - átti ekki aðra).  Borðaði 1 hamborgara í 1/2 brauð.  Var hálf södd síðan í hádegismatnum.
Ég ákvað að vigta hversu mikið skyr ég væri að borða, bara til að hafa smá stjórn á kolvetna magninu.  Ég held ég sé samt búin að standa mig nokkuð vel í þessu og ekkert svindlað.  Mér líður þokkalega, er reyndar með einhver óþægindi í nefi, en það gæti verið síðan ég var veik um daginn.
Ég er búin að passa mig á að drekka nægan vökva, skil reyndar ekki hvað ég er alltaf þyrst, held ég drekki 4-5 soda stream flöskur yfir daginn.

Í fyrramálið er ég að fara í vinnustofu í gleri sem mér finnst ógeðslega gaman, ég þarf bara að leggja höfuðið í bleyti með hvað ég ætla að gera.  Er með nokkrar hugmyndir, en á bara eftir að úrfæra þær betur.


No comments:

Post a Comment

Note: Only a member of this blog may post a comment.