Monday, May 6, 2013

Hausverkur

Hausinn á mér er að springa í dag, er farin að halda að ég sé með hina alræmdu ketoflu.  Samt skrýtið þar sem ég hélt ég væri að borða næga fitu.  Vigtin er aftur farin að hreyfast örlítið: margt smátt gerir eitt stórt!
Kallinn er amk ánægður þessa dagana, hann er farinn að léttast.  Vandamálið er að hann fer á sjóinn ekki á morgun heldur hinn og þá verður erfiðara fyrir hann að vera á þessu mataræði, en hann ætlar amk að reyna að sleppa eins mikið af kolvetnum og hann getur.  Hann vill samt meina að það séu ekkert nema kolvetni í boði um borð, endalaust brauð, bakkelsi, grjón, pasta, kartöflur oþh.  Ég sagði í gríni við hann að hann yrði að taka með sér beikon og elda sjálfur - það myndi gleðja kokkinn - NOT.

Ég þarf amk að bæta við fitu og vona að hausverkurinn lagist.

Saturday, May 4, 2013

jamm

Vá hvað ég er ekki duglega að skrifa.  Hef oft verið með góðan ásetning að vera duglega að skrifa, en svo verður ekkert úr því.
Ég hef verið nokkuð góð hvað mataræði varðar, svindla smá, en ekkert stórt.
Kallinn keypti reyndar ketostix í gær og við prófuðum, hann kemur betur út en ég, sem er ekkert skrýtið þar sem ég fékk mér smá rúsínur í gær (hóst).
Svo fer kallinn að fara aftur á sjóinn, þá verður fróðlegt hvernig fer fyrir mér, dett ég í það eða næ ég að halda ótrauð áfram.