Sunday, April 28, 2013

Sukkettí sukkettí sukk

Vá hvað ég sukkaði mikið í gær.
Fékk mér kökusneið um morgunin á kostningarskrifstofu = hausverkur nokkrum klst seinna.
Fór í afmæli og borðaði kökur.
Fékk mér franskar um kvöldið.

Þetta var svo sem "í lagi" þar sem ég var búin að ákveða að gera þetta.  Núna verður bara haldið áfram í því sem var verið að gera og það er ekki útlit fyrir að það komi einhverjir sukk dagar á næstunni.

En það sem hlaust af þessu er magaverkur, hausverkur og þaninn kviður.

Sunday, April 21, 2013

Dagur #?

Svindlaði smá í gær.  Gerði mér rækjusalat og átti svo ekkert brauð, þannig að ég fékk mér samlokubrauð.
Annars er ég lítið að svindla, stel kannski einum nammi mola frá dótturinni, annað ekki.

Mér líður þokkalega, nema kannski í dag, er kalt og illt í skrokknum, ekki að meika það.  Sleppti meira að segja ræktinni í dag.

Næsta vika verður tekin með trompi.

Tuesday, April 16, 2013

Dagur #14

Þetta er að ganga bara ágætlega hjá mér.  Það varð smá bakslag í gær og ég fann nammi sem ég varð að borða, var bara í þannig skapi.  Svo drakk ég 2 l af Max, eitthvað sem ég hef ekki gert í mjög langan tíma.
Ég held reyndar að ég sé ekki að borða nógu mikið, mig er farið að svima þegar ég stend snögglega upp, en það hefur ekki gerst í mjög langan tíma hjá mér.
Ég fer á LKL fund á eftir, það verður fróðlegt að heyra hvernig er að ganga hjá öðrum.
Vigtin er aðeins farin niður, sem er stór plús og ég er ekki frá því að það séu einhverjir cm að fara líka.

Ég ætla amk að gefa þessu sjéns áfram.


Thursday, April 11, 2013

Dagur #8

Fór í ræktina.  Fæturnir á mér eru eitthvað að stríða mér, gat td ekki eins mikla þyngd og síðast í fótatækjunum.  Fór svo í heita pottinn og það var yndislegt að liggja í honum í sólbaði.

  • Morgunhressing:  100 g skyr, sætuefni
  • morgunmatur:  2 hrærð egg, beikon, reiktur lax, rjómaostur.
Ég er eitthvað skrýtin í húðinni á höndunum.  Handarbak hægri handar er rosalega þurrt.  Ég fór að spá í hvort ég sé ekki að borða næga fitu, þarf að skoða það.

  • Síðdegishressing:  Cammenbert ostur, harðfiskur
  • Kvöldmatur:  fór í saumaklúbb og borðaði það sem var á boðstólnum, en það var EKKI LKL vænt.
Það var yndislegt að hitta stelpurnar, við erum alltof óduglegar í að hittast.

Wednesday, April 10, 2013

Dagur #7

Nennti ekki í ræktina, er eitthvað hálf aum í fótunum sem ég skil ekki.

  • Morgunmatur:  2 egg, beikon
  • Síðdegiskaffi:  ostabitar, meiri ostur og ennþá meiri ostur.  Nokkrar döðlur (sem ég hefði átt að sleppa)
  • Kvöldmatur - mjög seint:  silungur, salat, ostur, fetaostur, brokkolí
Fór á fyrirlestur um LKL og fannst hann mjög áhugaverður.  Þetta eru dálítil trúarbrögð, en ég er alveg tilbúin að fylgja þeim eitthvað.

Tuesday, April 9, 2013

Dagur #6

Fór í ræktina og var með nokkuð jákvætt viðhorf til dagsins.  Skrifaði póst til fyrirtækis sem var að auglýsa starf og fékk svör við nokkrum spurningum.  Þá er bara að henda sama CV og kynningarbréfi og koma umsókninni áfram.
  • Morgunhressing:  100g hreint skyr, sætuefni
  • Morgunmatur: 2 steikt egg, beikon
  • Hádegismatur:  Blómkál, harðsoðið egg, 1/2 avokado
  • Kvöldmatur:  KFC - er það ekki örugglega LKL?????
Átti 5 ára brúðkaupsafmæli í gær.  Það var ákveðið að fara út að borða, en við fórum frekar seint af stað og LKL maturinn á maður lifandi var búinn og brjáluð röð á Saffran, þannig að við "létum undan þrýstingi" frá dótturinni og fórum á KFC.

Á morgun er ég að fara á LKL námskeið og mig hlakkar til að heyra meira um þetta.

Sunday, April 7, 2013

Dagur #5


Ég var staðráðin í að láta þennan dag verða góðan og var einbeitt í því að "klúðra" honum ekki.
Hreyfingin er ekki komin nógu vel inn, en ég er að vinna í því.
Núna er ég að vandræðast með CV mitt, fann loksins auglýst starf sem ég ætla að sækja um.  Vonandi fer það vel, þó mig langi til að eiga gott sumarfrí.
  • Hádegismatur:  beikon, 1 steikt egg, 1 harðsoðið egg, cammenbert, reyktur silungur
Laumaðist smá í suðusúkkulaði, það hreinlega kallaði á mig.
  • Kvöldmatur:  Smjörsteikt lúða sem var velt upp úr rúgmjöli, brokkolí, iceberg, agúrka, spínat, klettasalat, fetaostur, holandersósa - pakka.  Sjúklega gott.
Þá fer ný vika að hefjast og hún verður tekin með trukki.

Saturday, April 6, 2013

Dagur #4

Vá hvað þessi dagur er ekki að gera sig.
Hann byrjaði reyndar vel, fór á vinnustofu í gleri, eitthvað sem ég hef ekki gert í alltof langan tíma.  Það var svo gaman að ég skráði mig á vinnustofu næst laugardag.  Núna þarf ég bara að láta hugmyndirnar koma.


  • Morgunmatur:  100 g hreint skyr, sætuefni
  • Hádegismatur:  2 ostarúnstykki, rækjusalat
  • Síðdegi:  Langar eiginlega ekki að skrifa þetta - Ostasnakk, venjulegt snakk, lakkrís
  • Kvöldmatur:  Enginn.  Er ekki svöng fyrir fimm aura og með móral yfir græðginni í dag.
Verður þetta alltaf svona hjá mér þegar ég fer í heimsókn, að missa mig í óhollustunni.  Snakk og lakkrís eru mínir veikleikar og erfitt að láta það vera þegar það er fyrir framan mig.
Svo er ég að fara í saumaklúbb á miðvikudagskvöldið og ég er smeik um að ég eigi eftir að missa mig þar líka.  Vonandi verður námskeiðið sem ég er að fara á á þriðjudagskvöldið til að hjálpa mér eitthvað.
Já, ég skráði mig á LKL- lág kolvetnalífstíll 4 vikna námskeið hjá Gunnari.  Það fæ ég vonandi svör við ýmsu sem ég hef verið að pæla í.
 

Friday, April 5, 2013

Dagur #3

Er ótrúlega ánægð með mig í dag því ég fór í ræktina.  Ég gerði kannski eins mikið og ég hefði átt að gera, en eitthvað er betra en ekkert.
Ég ákvað líka að stíga á vigtina og hún kom á óvart.  Ég fór síðast á vigtina fyrir páska og hún hafði farið niður síðan þá.  Bara gaman.
  • Morgunhressing:  100g hreint skyr, sætuefni
  • Morgunmatur:  2 steik egg, beikon.  Grænt skot, rauðrófuskot
  • Hádegismatur:  Fyllt paprika, avokadó, salat, hvítlaukssósa - borðaði alltof mikið
  • Kvöldmatur:  Ostborgari í ostarúnstykki, smjörsteiktir sveppir í hvítlauk, salat, kokteilsósa (E Finnsson - átti ekki aðra).  Borðaði 1 hamborgara í 1/2 brauð.  Var hálf södd síðan í hádegismatnum.
Ég ákvað að vigta hversu mikið skyr ég væri að borða, bara til að hafa smá stjórn á kolvetna magninu.  Ég held ég sé samt búin að standa mig nokkuð vel í þessu og ekkert svindlað.  Mér líður þokkalega, er reyndar með einhver óþægindi í nefi, en það gæti verið síðan ég var veik um daginn.
Ég er búin að passa mig á að drekka nægan vökva, skil reyndar ekki hvað ég er alltaf þyrst, held ég drekki 4-5 soda stream flöskur yfir daginn.

Í fyrramálið er ég að fara í vinnustofu í gleri sem mér finnst ógeðslega gaman, ég þarf bara að leggja höfuðið í bleyti með hvað ég ætla að gera.  Er með nokkrar hugmyndir, en á bara eftir að úrfæra þær betur.


Thursday, April 4, 2013

Dagur #2

Það var engin hreyfing í dag og ég er dálítið fúl út í sjálfa mig vegna þess.  Þetta er ekkert nema pjúra leti, þar sem ég hef allan daginn til að koma mér í ræktina.

Fyrir utan hreyfingarleysið, þá er ég sátt við daginn.  Ég er samt ennþá með þessa leiðindar tilfinningu í hálsinum og maganum að ég "megi ekki" borða hitt og þetta, en það hverfur vonandi á næstu dögum.
  • Morgunmatur:  Smá hreint skyr með Torani sugar free caramel
  • Snemmbúinn hádegismatur:  2 steikt egg og beikon
  • Síðdegishressing:  2 ostarúnstykki úr "Lág kolvetna lífstíllinn" bókinni, með Gotta osti og agúrku.  Blómkál.
Það var bölvuð græðgi hjá mér að fá mér 2 rúnstykki, engin þörf á því seinna
Þetta eru mjög góð rúnstykki, en ég bætti aðeins við uppskriftina, setti meira af möndlumjöli og aðeins af kókosmjöli.
  • Kvöldmatur:  Fylltar paprikur, salat, fetaostur.
Fylltar paprikur

  • Nautahakk, steikt á pönnu
  • Laukur, steiktur á pönnu
  • Sveppir, steiktir á pönnu
  • Hvítlaukur, steiktur á pönnu
  • Chilli krydd
  • Salt
  • Pipar
  • Kotasæla
  • Jalapenjo ostur
  • Kotasæla
  • Rauðar paprikur
  • Mossarella ostakúla
  • Gotta ostur
Nautahakk steikt á pönnu, kryddað með salti, pipar og chillidufti.  Sett til hliðar þegar tilbúið
Laukur, sveppir og hvítlaukur steikt á pönnu.  Sett saman við hakkið þegar tilbúið.
Kotasælu bætt við, ca 4 msk.
Jalapenjo ostur skorinn í bita og bætt úti.
Öllu hrært saman.
Paprikan þverskorin og kjarnhreinsuð.  Hún sett í eldfast mót.
Paprikan fyllt, mossarella ostasneið sett ofan á og Gotta ostur settur ofan á.
Bakað í ofni í ca 30 mín við 180°C blástur.

Borið fram með spínati, klettasalati, iceberg, agúrku, vorlauk og fetaosti.
Þetta voru 5 paprikur.  Næst ætla ég að fækka um 1 papriku til að hafa meira kjöt í hverri.

Þetta finnst mér sjúklega gott og kallinn var sáttur.
Þessi matur hentaði ekki heimasætunni, því hún borðar hvorki papriku né hakk, þannig að hún fékk afganginn frá því í gær - silung og kúskús með fetaosti.


Wednesday, April 3, 2013

Dagur #1

Þá er komið að því að prófa þetta blessaða LCHF mataræði.  Mér tókst meira að segja að sannfæra kallinn um að prófa þetta með mér.

Dagur #1 er að kvöldi komin og ég er ánægð með daginn, fyrir utan hreyfingarleysið.

  • Morgunmatur:  Smá hreint skyr með sykurlausu kaffi sætuefna sírópi.

Bakaði einnig oopsie brauð, en það kom ekki alveg nógu vel út, held það vanti lyftiefni í það.  Þrátt fyrir að útlitið hafi ekki verið eins og væntingarnar voru, þá var bragðið mjög gott.

  • Morgunhressing:  3 oopsie brauð með osti.
  • Hádegismatur:  2 steikt egg, 4 beikon sneiðar.  Skot af hveitigrasi, skot af rauðrófusafa.

Keypti 2 kg af forsteiktu frosnu beikoni hjá mági mínum - SNILLD.

  • Síðdegishressing:   2 oopsie brauð með osti, blómkál.
  • Kvöldmatur:  Ofnbakaður silungur, brokkolí klattar, smjörsteikt blómkál, klettasalat, spínat, iceberg, agúrka, vorlaukur, fetaostur.  NAMM.


Ég er alls ekki svöng, en ég er með þannig tilfinningu í hálsinum og maganum að mig langi í eitthvað og þá eitthvað sem ég "ekki má".  Ég er að vonast til að sú tilfinning hverfi, því hún er andstyggileg.

Þá er bara að koma hreyfingunni inn á morgun og halda áfram að borða skv LCHF.